fjaðrir
fjaðrir tákna traust, heiður, styrk, visku, kraft og frelsi. fjaðrir eru til marks um miklá virðingu og heiður.
Nellikur
nellikur tákna almennt, hollustu, hreina ást í öllum sýnum myndum, sérkenni og hrifningu.
Bleikar nellikur tákna sérstaklega þakklæti.
rósir
Rósir eru þekktar fyrir merkingu sína um ást, vináttu og rómantík. Rauðar rósir tákna sérstaklega djúpa ást og því dýpri sem liturinn er, því dýpri er ástin.
lofnarblóm
Lognarblóm tákna hreinleika, þögn, hollustu, æðruleysi, náð og ró. Fjólublár er litur konunga og talar um glæsileika, fágun og allsnægtir líka.
Talan þrír
Þristurinn kemur mikið fyrir í ævintírum og þjóðsögum, en talan þykir vera tákn um sátt visku og skilning. Allt er þegar þrennt er.
talan fjórir
tilveran er talin í fjórum. frumefnin fjögur, árstíðirnar fjórar, fjórir áfangar tunglsins og áttirnar fjórar. Talan táknar regluverk og fullvissu.
Bláa augað
Blá augað er litur gæfu. Þessi litur varpar jákvæðri orku eins og sköpunargáfu, hvatningu, skuldbindingu sem og vernd gegn öllu illu.
hnífur
Þetta er verkfæri með hlaðna táknræna merkingu. hnífurinn táknar harðræði, dauða, fórn, sundrungu eða frelsun.
sokkar
sokkar sem gjöf merkja yl, væntumþykju, drauma og vernd. En sokkur með gati táknar berskjöldun.
bækur
Bók þýðir þekking, ímyndunarafl, sannleikur, fegurð, flótti og ást. Sumir segja að bækur innihaldi drauma en aðrir segja að aldrei megi ljúga í bók.
eldur
eldur getur táknað lýsingu, hreinsun og vonina í mirkrinu, en einnig getur hann táknað eyðileggingu og sársauka.
Hendur
Staða handa hefur mikið að segja sérstaklega hvar þær eru staðsettar á líkamanum. krosslagðir handleggir tákna brynjun, hendi fyrir munni táknar lygar og opinn lófi vináttu