top of page

UMBROT

HIMINBJARGARSAGA - BARNABÓK

Himinbjargarsaga er gamalt íslenskt ævintýri um Sigurð kóngsson sem með hjálp hinnar fjölkyngjóttu Blákápu sigrast á miklum þrekraunum til að frelsa prinsessu úr álögum og bjarga konungsríki undan aðkasti trölla.
 

Hver einasta blaðsíða er myndskreytt með litríkum teikningum. Allar myndir í bókinni eru teiknaðar og unnar í tölvu (Adobe Photoshop). 

*Ekki fullkláruð

LÍNA LANGSOKKUR - LEIKSKRÁ

Lína_Langsokkur_Leikskrá_opnur-1.jpg

Leikritið um Línu Langsokk var sett upp í Freyvangsleikhúsinu 2019.

Leikritið fjallar um Línu Langsokk sterkustu stelpu í heimi. Pappi hennar týndist á hafi og mamma hennar er engill á himnum en hún plumar sig vel á Sjónarhóli. Hún er ekki ein heldur lendir hún í allskyns ævintýrum með hestinum sínum, Hr. Níelsi og vinum sínum Tomma og Önnu. 

BLÚNDUR OG BLÁSÝRA - LEIKSKRÁ

Leikskrá2 (OPNUR)-1.jpg

Seinna árið 2019 setti Freyvangsleikhúsið upp hrollvekjufarsann Blúndur og Blásýra.

Í því verki flytur leikhúsgagnrýnandinn Mortimer heim til aldraðra frænkna sinna en þegar bróðir hans dúkkar þar aftur upp eftir að hafa látið sig hverfa árum áður kemur ýmislegt skuggalegt í ljós.

SMÁN - LEIKSKRÁ

Mockup - mitt.jpg

Smán er glænýtt, íslenskt leikrit sem Freyvangsleikhúsið setti upp árið 2021.

Þar fylgjumst við með breiðum hóp gesta sem leita af misjöfnum ástæðum á ónefndum bar um síðustu aldamót. 

bottom of page