top of page

G R A F Í S K
H Ö N N U N

Mjög oft vinn ég teikningar og annað efni í tölvu, hvort sem það eru teikningar eða umbrot eða annað.

Þá hef ég mest unnið með Adobe forritin, Photoshop, Illustrator og InDesign.

Þegar ég bý til stafræn verk notast ég líka við Wacom teikniborð sem tengist við tölvuna.

M Y N D L I S T A S K Ó L I N N

Á   A K U R E Y R I

Ég hef lokið fyrsta árinu af þremur á listhönnunarbraut (grafískri hönnun) í Myndlistaskólanum á Akureyri.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur verk frá árinu 2020-2021 sem mér finnst standa út úr.

2019-2020

Ég tók saman verkefnin og áfangana og hægt er að skoða það betur í færslum inni í FRÉTTIR OG UMRÆÐA.

2020-2021

V Í A

Vía er útgáfufyrirtæki sem stuðlar að jafnrétti og fjölbreytileika í fjölmiðlaflóru Íslands. Fyrirtækið sérhæfir sig í samfélagsrýni og miðlun fjölbreyttra sjónarmiða í jafnréttismálum. Opnar á samtöl ólíkra hópa í samfélaginu og vinnur að umburðarlyndara, upplýstara, fjölbreyttara og jafnara samfélagi.

2019-2020

S A G A N   U M

E K K E R T

front og myndir.jpg

Sagan um Ekkert er þægileg léttlestrarbók um ungan grallara.

"Bók í nýjum léttlestrarflokki Óðinsauga fyrir börn á aldrinum 6-11 ára sem kallast Lestrarklúbburinn.

Þetta er semsagt saga um hann Ekkert. Hann er líka stundum kallaður Ekki. Það var samt alveg óvart að hann fékk þetta nafn, en það kom ekki í veg fyrir að hann eignaðist góða vini og lenti í allskonar ævintýrum og uppákomum.

Það er nefnilega svo margt skemmtilegt hægt að gera þegar maður býr í þorpi úti á landi."

front og bak.jpg

Höfundur: Aðalsteinn Stefánsson

Myndskreytingar: Heiðdís Buzgò

Forlag: Óðinsauga

2019

H R Á S K I N N A

Plaggat og forsíða á leikskrá.
 

Hannað fyrir sýninguna Hráskinna sem Leikfélagið Hugleikur setti upp vorið 2018.

Teiknað með bleki og pennastöng og eftirvinnsla í tölvu.

Blekteikningin ein og sér fyrir eftirvinnsluna tók 17 klst.

 

Hráskinna - Forsíða
Hráskinna - Plaggat

2018

L Í N A

L A N G S O K K U R

Leikskrá, og plagat. 

ljósmyndun og myndvinnsla, myndskreytingar og umbrot.

Hannað og unnið fyrir sýninguna Lína Langsokkur sem Freyvangsleikhúsið setti upp veturinn 2018.
 

Forsíða án lógóa.jpg

2018

B L Ú N D U R   O G

B L Á S Ý R A

Leikskrá, og plagat. 

ljósmyndun og myndvinnsla, myndskreytingar og umbrot.

Hannað og unnið fyrir sýninguna Blúndur og blásýra sem Freyvangsleikhúsið setti upp veturinn 2019.

Plagatánhauskúpu.jpg

2019

B A R A

S P A R A

Við vitum að þegar kemur að sparnaði er spurningin ekki alltaf hversu há innkoman er heldur hversu há útgjöldon eru.

 

Ein einföld leið til að sóa minni fjármunum er að fara sjaldnar út að borða eða á skyndibitastaði.

 

-Það er mikið ódýrara að borða heima og nesta sig.

 


 

2018

bottom of page