top of page

Þriðji áfanginn - Teikning

Þriðji áfangi fyrsta skólaársins var með ögn breyttu sniði frá síðustu tveim áföngum. Ný lyftum við nefinu upp frá tölvuskjánum og niður í teiknibókina, enda kallaðist áfanginn Teikning.



Nú unnum við með hefðbundnari myndlistaverkfæri, blað og blýant og önnur teikniáhöld seinna með.


Aðal áhersla áfangans fólst í að tengja betur saman samhæfingu handa og augna. Flestar æfingarnar fólu í sér einbeitingu að línunni og sjóninni. Við áttum að teikna það sem við sáum, en ekki bara það sem við vissum.


Við gerðum margar sjón og línuæfingar, uppstillingar og mælingar, fórum yfir fjarvídd, ljós og skugga, framstyttingar, skyggingar og mannsandlitið.


Hér fyrir neðan má sjá afrakstur áfangans í heild.




Þessi áfangi var allur kenndur í fjarkennslu vegna ástandsins í þriðju bylgju Covid-19 en gekk nokkuð vel.


Ég verð að segja að orkan og athafnakrafturinn er ögn öðruvísi þegar allt þarf að gerast að heiman. Í svona ástandi finnst mér ég taka fleiri pásur og vera lengur að koma mér af stað aftur. Hugurinn leitar í öll verkefnin innan þessara fjögurra veggja hvort sem það kallast heimanám eða uppvask.


En við fórum á fund við kennarann á hverjum morgni og ég held það hafi hjálpað mikið til við að halda uppi rútínunni. Ég held að það sé mikilvægt að halda uppi markvissri rútínu þótt unnið sé að heiman og þetta er færni sem nýtist okkur öllum gríðarlegra. Þetta er færni sem ég vil æfa svolítið betur upp hjá mér og þetta ástand skapar kjörið tækifæri til þess.


Þótt ég hafi í gegn um tíðina mikið teiknað, sé svolítið í essinu mínu þar og hafi jafn vel lært margt af þessu áður þá er alltaf gott að halda áfram að æfa sig og gera sömu æfingarnar aftur og aftur út lífið. Það má alltaf gera betur og hver klukkutími sem fer í góðar æfingar skilar miklum framförum. Þessar æfingar eru svo áhrifamiklar og ég ætti að temja mér þær oftar en ég geri og að eigin frumkvæði.




Frábær og margs gagnlegur áfangi.


Comments