top of page

Annar áfanginn - Myndmál og snið

Annar áfanginn hér í Myndlistaskólanum á Akureyri var Myndmál og snið.Í þessum áfanga var lögð áhersla á að kynna sér stíla, stefnur og strauma, skoða alls kyns leturgerðir, litasálfræði og -kenningar.


Farið var vel yfir marga af þekktustu listhönnunarstílum á þessari og síðustu öld, m.a. Art Nouveau, Art Deco, Swiss/International, Psychedelic, American Kitsch/Pop art og Minimalist and flat.Við gerðum vector sjálfsmyndir í anda einhverra þessara stíla. Hér eru sjálfsmyndirnar mínar.


Það er alltaf jafn erfitt að gera sjálfsmynd. Ég held að flestir eigi svolítið erfitt með það þar sem maður uppfyllist af svo mikilli sjálfsgagnríni.


 

Lokaverkefnið í áfanganum fól í sér að búa til plakat fyrir komandi leiksýningu (allt saman uppspuni frá kennaranum).


Við fengum útskýringu á viðfangsefni og söguþræði leiksýningarinnar sem fjallar um vísindamann sem ferðast í tímavél aftur í tímann.


Við fengum líka fleiri atriði sem plakatið mátti innihalda. Til dæmis voru þar taldar upp heimstyrjaldirnar tvær og alls kyns samsæriskenningar um umdeild mál, allt frá þeim orðrómi að nasistar hafi flúið til Argentínu til vandamála dagsins í dag eins og upphafs Covid-19 faraldursins.


Auðvitað þurfti allur texti og litir að passa líka vel við.


Hér má sjá loka útkomurnar mínar úr þessu verkefni. Persónulega er ég hrifnust að þeirri síðustu. 

Þessi áfangi gekk afskaplega vel þó að seinni hluti hans hafi að mestu verið unninn og kenndur að heiman vegna þriðju bylgju Covid heimsfaraldursins.


Comentários