top of page

Fimmtándi áfanginn - Ímynd og hugmyndavinna

Í þessum áfanga var okkur kennt að “branda” verkefni almennilega.


Við drógum verkefni úr hatti og ég fékk það verkefni að hanna nýtt bæjarmerki fyrir Fjallabyggð. Fjallabyggð er sveitarfélag sem varð til þegar Ólafsfjörður og Siglufjörður sameinuðust en sveitarfélagið hefur enn ekki komið sér saman um sameiginlegt merki og þar að leiðandi er merki Fjallabyggðar tvö skjaldarmerki, gömlu skjaldarmerki Ólafsfjarðar og Siglufjarðar hlið við hlið.Ég hannaði merki fyrir sveitarfélagið (sem er auðvitað eintómur skáldskapur) og með hönnuninni átti ég líka að setja upp ágæta kinningu og “brand guide” eða notkunarleiðbeiningar þar sem t.d. litir eru tilgreindir á nokkra ákveðna vegu.


Ég kynnti mér sveitarfélögin ágætlega þótt ég hafi held ég aldrei stigið fæti í þar og lét þær rannsóknir leiða hönnunina áfram.Ég held að verkefnið hafi heppnast ágætlega og að ég hafi komist nokkuð langt með það á fjórum vikum.


Opmerkingen