Fjórði áfanginn - Plakat
Fjórði og síðasti áfanginn á þessarri önn kallaðist Plakat.
Þar lærðum við m.a. að maska (klippa fólk eða hluti úr myndum) í Adobe Photoshop og færa það myndefni yfir í Adobe Illustrator.
Við áttum að hanna plakat í fullri stærð og færa svo inn á það aðrar viðeigandi upplýsingar s.s. titil, leikara, dagsetningar, dóma eða umsagnir. Allt eftir því sem við átti og auðvitað allt í eintómum uppspuna.
Ég ákvað að hanna plakat fyrir útgáfutónleika og hér má sjá það.
Við fengum að ráða því algjórlega hvernig plakat við gerðum, alveg frá A til Ö, en ég fékk smá hugmyndastíflu í upphafi verkefnisins sem losnaði eftir fáa daga og eftir það gekk allt vel.
Þessi áfangi var eins og sá sem á undan var algjörlega kenndur að heiman í gegn um tölvu vegna samkomubannsins. Nú vonum við bara að skólinn geti tekið á móti nemendum sínum aftur á nýju ári.
Kommentare