Sú grein fjallar í stuttu máli um það langhlaup sem við þurfum að skrá okkur í til að rétta af þau loftlagsvandamál sem mannkynir hefur skapað. Hvatning til að gera það sem við getum til að leggja jörðinni lið og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama.
Myndirnar fyrir þessa grein voru allar unnar sem hefðbundnar teikningar þótt þær séu allar gerðar í tölvu. Þas. að hver mynd er teiknuð á einn "layer" en ekki marga eins og venjan er í teikningu í teikniforritum.
Þær eru allar nokkuð einfaldar í sniði og teiknaðar eða málaðar með einum stafrænum bursta en ekki mörgum.
5. útgáfa
Greinin sem ég myndskreytti í þessarri útgáfu heitir Femínísk útópía hvað? og er eftir hana Ragnhildi Þrastardóttur.
Greinin fjallar um það hvað karlrapparar eru enn meira áberandi og betur liðnir í senunni en kvennrapparar. Hún talar um hvernig íslenskt rapp hefur þróast og hversu miklir kvennfordómar eru enn þar við líði þótt við teljum okkur vera mjög jafnréttissinnaða þjóð. Hún veltir því líka fyrir sér hvaðan þessi lenska kemur, að rappa á niðrandi hátt um konur, frá báðum kynjum.
Myndirnar eru allar af fólki sem minnst er á í greininni. Skissurnar eru allar blýantsskissur í skissubók, en öll eftirvinnsla og lokaútkoma er tölvuunnin.
6. útgáfa - Líkamar
Í nýjustu útgáfu þeirra stallna fékk ég að myndskreyta greinina Af örum, slitförum og fellingum eftir Önnu Helgu Guðmundsdóttur.
Þar fjallar hún um mikilvægi þess að öðlast þroska og sjálfsvirðingu til að elska líkama sinn eins og hann er, með örum, slitförum og fellingum. Þar er vellt upp af hverju eru sumar fellingar betri en aðrar og af hverju reynum við að fela svona stóran hluta af sjálfinu okkar.
Ég ákvað að skella í nokkrar módelteikningar fyrir þessa grein þar sem stór partur af því er að viðurkenna það sem maður sér. Í módelteikningu er unnið eins og hægt er með misjafna líkama og oft lögð áhersla á að leifa öllum bilgjum og bogum mannslíkamans að halda sér. Maður á að teikna módelið eins og það er en ekki eins og maður veit eða finnst að það ætti að vera. Augað má ekki afneita neinu og ef það tekst stendur maður uppi með betri og fullkomnari teikningu eftir allt saman.
Commenti