top of page

Nám við Myndlistaskólann á AkureyriNúna í vor ákvað ég að sækja um í listnámi hér á Akureyri og komst inn í Myndlistaskólanum á Akureyri inn á listhönnunarbraut.


Fyrirkomulagið hér er ögn öðruvísa en það sem ég hef vanist fram til þessa og það er kannski sérstaklega vegna þess hversu lítill skólinn er.
Við erum aðeins þrír nemendurnir í bekknum og sjö nemendur alls í skólanum. Við lærum öll saman í sama ríminu undir handleiðslu eins kennara hverju sinni.


Aðstaðan er mjög þægileg og heimilisleg, hver með sitt pláss, lítið eldhús inni í kennslustofunni og góð kaffivél eins og hvern gæti dreymt um.
Nú er ein vika liðin og fyrirkomulagið aðeins farið að skýrast.


Fyrsta námskeiðið sem við tökum er kennsla á Adobe Illustraitor þar sem við höfum verið að læra á helstu verkfæri og aðferðir sem hægt er að beita í því forriti.


Hingað til hef ég mest unnið stafrænt á Adobe Photoshop og ég myndi helst lýsa muninum á þeim forritum þannig að Photoshop get ég meira notað í teikningu og myndvinnslu en þegar unnið er á Illustraitor þarf að vinna myndirnar frekar sem einskonar klippimyndir.
Fyrsta vikan hefur verið mjög skemmtileg og það er frábært að prófa eitthvað nýtt sem er krefjandi á annan hátt en maður hefur áður reynt.


Þetta námskeið mun standa yfir í þrjár vikur í viðbót og eftir það tekur eitthvað nýtt og spennandi við.


Þetta er allt rétt að byrja.


Comments


bottom of page