Nítjándi áfanginn - Photoshop II
Næst tók við þriggja vikna áfangi með þrem maskaæfingum í Adobe Photoshop.
Fyrstu vikuna áttum við að vinna með sjálfsmynd.
Við gerðum eina útgáfu þar sem við áttum að maska okkur sjálf út, breyta bakgrunni og lagfæra myndina (hrukkur, bauga, bólur), litaleiðrétta og stilla skerpu. Eftir það áttum við að breyta sjálfsmyndinni og búa til eitthvað hrekkjavökuþema. Áttum að búa til eitthvað óraunverulegt, breyta hári og augum og setja inn einhverja sérstaka fítusa. Við máttum gera eins margar þannig myndir eins og við vildum/komumst yfir.
Næst var komið að því að taka letur og nota photoshop til að setja einhverskonar áferð eða effekta á letrið.
Síðast unnum við svo í stærsta verkefninu þar sem við áttum að klippa saman margar ólíkar myndir og raða þeim upp svo þær mynduðu heilstætt verk. Ég passaði mig að hafa í huga ljós og skugga þegar ég raðaði upp myndunum og litaleiðrétti þær svo þær gætu allar passað saman og komið vel út í heildina.
Comments