Níundi áfanginn (nýtt skólaár) - Illustrator II
Fyrsti áfanginn á nýju ári var áframhaldandi þjálfun í Adobe Illustrator. Áfanginn var uppbyggður á svipaðan hátt eins og fyrsti áfanginn í fyrra þar sem við lærðum fyrst á þetta forrit.
Við tókum fyrst smá upphitun þar sem við hönnuðum minimalísk plaköt. Plakötin máttu vera fyrir hvað sem er en ég ákvað að taka tvær mjög góðar kvikmyndir fyrir. Ég mæli með þeim fyrir þá sem ekki hafa séð þær áður.
Hér eru plakötin tvö sem ég bjó til:
Stóra verkefnið í áfanganum var að hanna spilastokk. Við fengum þar aftur alveg frjálsar hendur og ég ákvað að ná fram nokkuð klassísku útliti á mín spil.
Spilin sem ég hannaði byggja öll á gömlu handriti sem ég skrifaði fyrir einhverjum árum síðan. Mannspilin sýna til dæmis alla helstu eða stærstu persónurnar í sögunni. Mig langaði að halda góðu myndmáli í hönnun spilanna og hægt er að koma auga á það meðal annars ef litið er á ásana eða hlutina sem öll mannspilin og jókerarnir halda á.
Skírasta myndmálið á spilunum væri eflaust fuglinn (tígul ás) sem stendur fyrir kjaftagang, rósin (hjarta drottning) sem stendur fyrir ástríðu, nellikan (spaða drottning) sem stendur fyrir styrk og frelsi, og svo fjöðurin (Tígul kóngur) sem stendur fyrir sanngirni.
Mér tókst á þessum þrem vikum sem fóru í spilin að hanna þau öll. Öll mannspil, ása og hunda auk tveggja jókera, bakhlið spilanna og kassann utan yfir spilin.
Það væri skemmtilegt að eiga þetta verkefni sem heilan spilastokk, en ég vildi þá helst vanda valið áður en ég finndi einhvern til að prenta út stokkinn fyrir mig (helst innanlands) og ef til vill vildi ég fyrst gera einhverjar smávægilegar breytingar líka. Þarna eru nokkrar villur sem ég veit um þótt ég vilji ekkert endilega vera að benda á þær.
Hér fyrir neðan má sjá samantekt á spilaverkefninu í myndum:
Comentarios