top of page

Plötualbúm


Ég fékk að teikna myndina sem situr framan á fyrstu plötu tónlistarmannsins Sigga litla (Sigurðar Óskars Baldurssonar).

Platan ber nafnið, #13 og hún inniheldur 9 frumsamin lög. Öll lög og textar eru eftir Sigga. Pródúser er B-Leo Beats.


Forsíðumyndin var unnin á þann hátt að Siggi kom með fyrirspurn til mín eftir að hafa séð einhver verk eftir mig. Hann lýsti því fyrir mér hvað hann vildi hafa á myndinni og hvernig það átti að vera.

Á myndinni má sjá hann sjálfan sitja í nokkuð drungalegu umhverfi. Hann heldur á rós og er klæddur í bol sem #13 stendur á, titill plötunnar.


 


Hægt er að sjá stutta umfjöllun um plötuna HÉR. Og hægt er að hlusta á plötuna HÉR.

Comentarii


bottom of page