top of page

Sjöundi áfanginn - Myndasaga

Síðasti áfanginn fyrir páska og fyrir lokaverkefni var þriggja vikna myndasöguáfangi.


Þar lærðum við að setja upp einfalda myndasögu, nota þá tækni sem við höfðum áður lært til þess, Huga að uppröðun og texta með tilliti af grafískri hönnun, en þó aðallega bara að þora að láta vaða og ofgagnrýna ekki hæfni okkar.


Ég var nokkuð snögg að finna mér viðfangsefni til að teikna eftir, og mig langaði til að taka þeirri áskorun að búa til myndasögu án texta eða samtala.

Myndasöguna vildi ég hafa alla handgerða eins og myndasögur voru unnar áður fyrr, og þá vann ég hana á blöð í A3 stærð til að geta svo minnkað myndefnið niður á A4 blaðsíður.

Saga myndasögunnar er byggð á ljóðinu Vorið kom eftir Kristján frá Djúpalæk og mér finnst þemað eiga voðalega við þann tíma árs sem núna er, þar sem vorið er að skríða hægt og rólega yfir til Íslands.


Hér er ljóðið sem sagan er byggð á:

Vorið kom

Eftir: Kristján frá Djúpalæk

Vorið kom á vængjum ljósum,

veg minn stráði hvítum rósum

þýddi brjóstsins þunga trege,

þrá mér aftur gaf.

Vakti gleði fræ, sem falið

feigðarskugga var og kalið svaf.

Og það söng í sefi' og runna

söngva þá sem hjörtun unna.

Barnsins augu, bóndans varir

blessa slíkan gest.

Allt 'þau líta aftur vaknað

er þau höfðu þráð og saknað mest.

Þá tók fljótsins foss að duna,

fanga stallsins lausn að gruna.

Gróðurmoldin, undan ísum,

ilmi þrungin var.

Skýin sigldu seglum þöndum.

Silfurbárur upp að ströndum bar.

Þá til starfs með þreki nýju

þjóðin gekk í skapi hlýju.

Risti plógur rakan svörðinn.

Rann á hafið skeið.

Haltir sínum hækjum fleygðu.

Hinir villtu nýja eygðu leið.

Nóttin bak við leiti læddist.

Loðinn hreiðurbúi fæddist.

Lítið brölti í laut á fætur

lamb með hrokkinn feld.

Ástin snart 'hin ungu hjörtu.

Urðu hláturmild 'hin björtu kveld.

Vorið kom um vegu bjarta,

vakti mínu dapra hjarta

von sem húm og hríðarbyljir

höfðu lagt í bann.

Köld mín hyggja varð með vetri.

Vorið gerði úr mér betri mann.

Kristján frá Djúpalæk
Kristján frá Djúpalæk

Vinnuferlið innihélt:

Hugmyndavinnu

Litaprufur

Stílprufur

Handritsgerð

Skissur og karakterhönnun

Storyboard (áætlun ramma í myndasögu)

Teikning myndasögu

Blekteiknaðar útlínur myndasögu

Blekmáluð (litir) myndasaga

Skönnun

Eftirvinnsla í tölvu
Svo breyttist allt mjög skyndilega eins og áður vegna Covid veirunnar, en síðustu tvo dagana fyrir páska sátum við heima og kláruðum verkefnið. Þar að leiðandi vorum við ekki með neina beina yfirferð, heldur skiluðum við verkefninu á tölvutæku formi og sluppum við allt prentstúss.


En ég vona innilega að okkur verði hleypt aftur í skólann eftir páska þegar lokaverkefni ársins hefst af fullum þunga.


Hér fyrir neðan má sjá myndasöguna í heild sinni.


Vorið kom - allar síður
.pdf
Download PDF • 77.17MB

Comments


bottom of page