Tíundi áfanginn - Formfræði
Stuttur, einnar viku áfangi þar sem farið var yfir helstu hugtök í formfræði og myndbyggingu. Þessa vikuna hvíldum við tölvurnar alveg og unnum verkefni á pappír á klassíska mátann.

Við unnum að smærri verkum þar sem við röðuðum saman misjöfnum línum, ferhyrningum, þríhyrningum og hringjum. Einhverjar myndir sem okkur leist vel á stækkuðum við svo upp.
Þá notuðumst við helst við blýanta, svarta penna og tússa, stensla og reglustikur.
Mjög stuttur áfangi.
Comments