top of page

Tólfti áfanginn - Hiper realismi

Síðasti áfanginn fyrir jól var fjögurra vikna áfangi í hiper realisma í Adobe Illustrator. Svona myndir eru nokkuð mikið notaðar í dag án þess að við tökum svo mikið eftir því. Bestu dæmin eru t.d. sumar myndskreytingar utan á matvælaumbúðum eins kexpökkum og skyrdósum, og myndir af úrum og skarti til sölu.


Þar reyndum við að búa til eins raunverulegar vector teikningar eins og við mögulega gátum.


Fyrsta verkefni var að búa til jólakúlur. Þar byrjaði ég á að gera jólakúlu með glimmeri og bjó svo til nokkrar útgáfur þar sem áferðin var sléttari með meiri endurspeglun.



Annað verkefnið var að búa til uppstillingu á ávöxtum.



Þriðja verkefnið var að velja einhverja hluti heiman frá okkur og teikna þá upp. Þar sem ég var búin að teikna upp málm og plast og náttúrulegar áferðir vildi ég finna eitthvað annað og fann einhverja skrautmuni úr gleri, fisk og svepp. Annar glerhluturinn var meira gegnsær en hinn og það gerði verkefnið að enn áhugaverðari áskorun.



Í þessum verkefnum fannst mér hvað skemmtilegast að reyna að ná fram sem bestum áferðum bæði á yfirborð og í litbrigði fyrirmyndanna. Hvert verkefni tók töluverðan tíma og mikla einbeitingu. Skjölin urðu mjög flókin og stór og þung og sumar myndir voru svo fyrirferðamiklar að ég þurfti að vinna þær í nokkrum skjölum í senn.


Þessi lokasprettur var mikil og góð heilaleikfimi fyrir augu, verkvit og vinnuskipulag og jólafríið var kærkomið eftir önnina.


Comments