top of page

Teikning - Sýning nemenda í Mjólkurbúðinni Akureyri






TEIKNING, sýning nemanda Myndlistaskólans á Akureyri opnar föstudaginn 5.mars kl 16:00 - 20:00 í MJÓLKURBÚÐINNI.



TEIKNING hefur verið viðfangsefni nemenda í Myndlistaskólanum á Akureyri síðastliðinn mánuð. Kennt er þvert á deildir og vinna því hönnunarnemendur og myndlistanemendur samhliða sem gefur færi á að auknu flæði á milli greina. Grunnmarkmiðið hefur verið að þjálfa augað og auka færni í teikningu, færni sem er svo nýtt áfram í sjálfstæð verkefni. Nemendur lögðu áherslu á ólíka þætti í verkefnum sínum, unnu í ólíkum miðlum og er niðurstaðan í samræmi við það og afraksturinn má sjá á þessari helgarsýningu í MJÓLKURBÚÐINNI.

Hópurinn samanstendur af nemendum á 1.og 3.ári í Fagurlistadeild (myndlist) og 1.og 2.ári í Listhönnunardeild (grafísk hönnun).



Fagurlistadeild:

Anna María Hjálmarsdóttir

Iðunn Lilja Sveinsdóttir

Listhönnunardeild:

Guðný María Nínudóttir

Heiðdís Buzgò

Sigríður Dagný Þrastardóttir

Sísí Sigurðardóttir

Tereza Kociánová



Sýningin opnar föstudaginn, 5. mars. kl. 16:00 – 20:00.

Laugardaginn, 6. mars kl. 14:00 – 18:00

Sunnudaginn, 7. mars kl. 14:00 - 17:00


Comments