Tuttugasti og annar áfanginn - Hreifigrafík IIII
Enn meiri hreifigrafík.
Í þessum áfanga lærðum við fyrst að “trakka” myndbönd í Adobe After Effects. Það er tækni sem gerir okkur kleift að stilla af myndskeið sem hristist of mikið eða til að staðsetja grafík í þrívíðu rými í myndbandinu eða elta ákveðna punkta.
Svo er það undir okkur, hönnuðunum, komið hvernig hægt er að nota þessa tækni á skemmtilegan hátt með myndböndum.
Hér má sjá eina svona æfingu þar sem ég gerði fuglinn minn að karakter úr tölvuleiknum The Sims og lét lítinn grænan demant svífa yfir hausnum á honum. Þeir sem þekkja leikina þekkja þennan tening líka vel.
Stóra verkefni áfangans var svo að búa til heilt myndband og nota grafík á skemmtilegan hátt með því hvernig sem best við ætti.
Ég vil ekki deila með ykkur myndbandinu sjálfu þar sem eitthvað út því gæti verið notað seinna meir í stærra verkefni, en hér er svolítið af grafísku hönnuninni/teikningum sem ég notaði í myndbandinu.
留言