Vinnan með Freyvangsleikhúsinu
Stuttu eftir að ég flutti norður á Akureyri kom ég mér aðeins inn í áhugaleikhús hér í Eyjafjarðarsveitinni.

Nú í vetur og síðasta vetur hef ég verið að vinna með Freyvangsleikhúsinu. Ég hef ekki verið að leika heldur hef ég séð um gerð leikskrárinnar. Tekið ljósmyndir, séð um umbrotið og grafíkina.
Það hefur verið unnið í stuttum keyrslum en er mjög skemmtilegt.


Fyrst kom ég að þegar klassíska barnaleikritið Lína Langsokkur var sett upp 2018 og svo aftur nú í ár þegar hryllingsfarsinn Blúndur og blásýra var tekinn fyrir.
Oft vinn ég mikið ein í verkefnunum mínum en það jafnast ekkert á við að vinna með öflugum og hæfileikaríkum hópi sem þessum í eflandi og hvetjandi umhverfi.
Hér vil ég vera áfram. Hver veit nema ég geti tekið að mér lítið hlutverk á sviði aftur seinna.
Ef þið viljið skoða leikskrárnar fyrir verkin þá má finna þau hér:
Comments