CONCEPT ART
-MASTER-
Universal Arts School (UAS) er einkaskóli staðsettur í Valencia á Spáni, sem einbeitir sér að kennslu á sviðum stafrænnar listar, tölvuleikjaþróunar, sjónrænnar framleiðslu og annarra skapandi greina. Skólinn býður upp á fjölbreytt úrval námsleiða, þar á meðal 3D hönnun, tölvuleikjagerð, VFX, og auðvitað Concept Art, sem er ein af vinsælustu námsleiðum skólans.
Námið í Concept Art hjá Universal Arts School er mjög ítarlegt og miðar að því að undirbúa nemendur fyrir atvinnulífið sem Concept listamenn. Námið er hannað til að þjálfa nemendur í öllum þáttum Concept Art, frá grunnskissum til lokaútgáfu verka sem nýtast í kvikmyndum, tölvuleikjum, og annarri stafrænnri fjölmiðlun.
Ég er í tveggja ára mastersnámi í Concept Art hér á Spáni og búin með fyrra árið. Nú er bara eitt ár eftir.
Á fyrstu önninni fórum við yfir undirstöðu atriði í teikningu fyrir Concept Art. Línuteikningu, anatómíu, myndbyggingu fjarvídd og grunn í umhverfi. Önnur önnin fór í meiri hönnun í umhverfi, litakenningar, meiri myndbyggingu og fjarvídd, prop- og karakterhönnun, fullvinslu mynda og söguramma. Þriðja önnin fór í sjálfstæða vinnu þar sem við hönnuðum okkar eigin ramma (síðasta glæran) þar sem við tókum saman öll atriðin og alla tæknina sem við lærðum fyrr á árinu.
Flest verkefnin sem voru sett fyrir filgdu þema ársins. Þemað í ár var að hanna efni fyrir tölvuleik í anda Assassin's Creed sem á að eiga sér í Japan á Edo tímabilinu. (Áhugavert að eftir að vekefnið fór í gang kom Assassin's Creed með sama þema á markað.)
Hver og einn í bekknum átti að velja sér karakterhóp til að hanna, bæði karakter/a og allt sem þeim fylgir, t.d. ræningja, samúræa, galdramenn, presta o.þ.h. Ég valdi að hanna bændurna til að halda jarðtengingu í leiknum sem kallast á við allan hasarinn sem leikurinn gæti innihaldið.
Bændurnir tengjast mikið vinnu sinni og náttúrunni. Ég sæi þá mikið fyrir mér sem hliðar og bakgrunnskaraktera og þeir gætu fært meiri ró yfir ákveðna kafla sögunnar. En fyrst og fremst er þetta venjulegt fólk sem leikmenn gætu tengt aðeins betur við, þar sem þeir leita eftir hversdagslegum og fálátum gæðum lífsins en ef til þess kemur gætu þeir líka verið svikulir og ósamvinnuþíðir.