top of page

B L E K

Ég hef mjög gaman af bleki og þá nota ég oftast fljótandi (vatnshelt) blek.

Línur geri ég oftast með því að dýfa pennastöng í blekbittuna og ljósari tónana bý ég til með því að blanda vatni við blekið.

Stundum nota ég penna til að fylla inn í en þá er mikilvægt að nota penna sem hafa líka vatnshelt blek svo tónarnir smitist ekki saman.

Að lokum nota ég stundum hvíta gel- eða akrílpenna til að laga villur eða búa til hvít svæði.

Örn
Griðungur
Dreki
Bergrisi

L A N D V Æ T T I R

Haraldur konungur bauð kunnugum manni að fara hamförum til Íslands og freista, hvað hann kynni að segja honum. Sá fór í hvalslíki. En er hann kom til landsins, þá fór hann vestur fyrir norðan landið. Hann sá, að fjöll öll og hólar voru fullir af landvættum, sumt stórt, en sumt smátt.

En er hann kom fyrir Vopnafjörð, þá fór hann inn á fjörðinn og ætlaði á land að ganga. Þá fór ofan úr dalnum dreki mikill, og fylgdu honum margir ormar, pöddur og eðlur og blésu eitri á hann, en hann lagðist í brott og vestur fyrir land allt fyrir Eyjafjörð. Fór hann inn eftir þeim firði. Þar fór á móti honum fugl svo mikill, að vængirnir tóku út fjöllin tveggja vegna, og fjöldi annarra fugla, bæði stórir og smáir. Braut fór hann þaðan og vestur um landið og svo suður á Breiðafjörð og stefndi þar inn á fjörð. Þar fór á móti honum griðungur mikill og óð á sæinn út og tók að gella ógurlega. Fjöldi landvætta fylgdi honum. Brott fór hann þaðan og suður um Reykjanes og vildi ganga upp á Víkarsskeiði. Þar kom í móti honum bergrisi og hafði járnstaf í hendi, og bar höfuðið hærra en fjöllin, og margir aðrir jötnar með honum. Þaðan fór hann austur með endilöngu landi. „Var þá ekki,“ segir hann, „nema sandar og öræfi og brim mikið fyrir utan, en haf svo mikið milli landanna,“ segir hann, „að ekki er þar fært langskipum.“

Þá var Brodd-Helgi í Vopnafirði, Eyjólfur Valgerðarson í Eyjafirði, Þórður gellir í Breiðafirði, Þóroddur goði í Ölfusi.

Síðan sneri Danakonungur liði sínu suður með landi, fór síðan til Danmerkur, en Hákon jarl lét byggja land allt og galt enga skatta síðan Danakonungi.

Heimskringla

2018

B L E K   Á  S T R I G A

Ég málaði nokkrar myndir með bleki á striga og innblásturinn í þessi verk voru íslensk dýr í viltri náttúru.

Ég fann að mér finnst betra að nota þá striga úr bómull frekar en úr hör.

Blekið er örlítið viltara á þessu yfirborði því efnið er lengur að draga í sig litinn heldur en pappír.

T%C3%B3fa72_edited.jpg
Hrafn72_edited.jpg
Minkur_edited.jpg
Selur_edited.jpg

2018

H R Á S K I N N A

Plaggat og forsíða á leikskrá.
 

Hannað fyrir sýninguna Hráskinna sem Leikfélagið Hugleikur setti upp vorið 2018.

Teiknað með bleki og pennastöng og eftirvinnsla í tölvu.

Blekteikningin ein og sér fyrir eftirvinnsluna tók 17 klst.

 

Hráskinna - Forsíða
Hráskinna - Plaggat

2018

I N K T O B E R   ' 1 9

31 blekverk

 

Inktober er árleg áskorun sem gengur á netinu í október. Upphaflega stofnað af Jake Parker árið 2009.

Á hverju ári er gefinn út listi með tilfallandi þema fyrir hvern dag. Það er ekki nauðsynlegt að filgja þessum lista en hann getur hjálpað til með hugmyndaflæði alla þessa daga.

Ég hef reynt það í nokkur ár að gera eins mörg blekverk eins og ég get í þessum mánuði en það er ekki fyrr en fyrst nú sem mér tókst að búa til nýja mynd fyrir alla dagana.

 

Þetta er líka í fyrsta skipti sem ég filgi listanum sem er gefinn út.

2019

bottom of page