S É R P A N T A N I R
MYNDSKREYTINGAR
Ég tek að mér að myndskreyta fyrir bækur, netsíður, söluvörur og fleira. Tími hvers verkefnis fer eftir unfangi, yfirferðum og lagfæringum. Vaninn er að bjóða fólki upp á tvær yfirferðir, fyrst þegar skissuvinnan á sér stað og svo aftur þegar líða fer á verkefnið. Þær geta að sjálfsögðu orðið fleiri þegar svo á við en það getur haft áhrif á tímaskil og verð.
Myndskreytingum er skilað á stafrænu formi nema að annað verði tekið fram.
Við myndskreytingar miðast verð mitt af gjaldskrá Myndstefs.
Allir sem kaupa frá mér myndsktreytingar skrifa undir samning og fá sendan greiðslureikning í tölvupósti. Greiðsluleiðir eru samningsatriði.
Fyrir nánari upplýsingar, vinsamlegast lesið yfir skilmála.
UMBROT
Ég tek að mér að umbrot fyrir bækur, bæklinga, hendirit og fleira. Tími hvers verkefnis fer eftir unfangi, yfirferðum og lagfæringum.
Mikilvægt er að ég fái samskiptaupplýsingar við prentþjónustuna þegar hún er valin. Senda þarf allt texta- og myndefni fullunnið og yfirlesið. Breytingar eftir að verkefni hefst getur haft áhrif á verð og framvindu verkefnisins.
Ég tek tímakaup fyrir umbrot og aðra grafíska hönnun. Þeir sem það kjósa geta fengið senda skírslu yfir vinnutíma.
Allir sem kaupa frá mér grafíska hönnun skrifa undir samning og fá sendan greiðslureikning í tölvupósti. Greiðsluleiðir eru samningsatriði.
Fyrir nánari upplýsingar, vinsamlegast lesið yfir skilmála.
GRAFÍSK HÖNNUN
Ég tek að mér að hönnun plakata og auglýsingaspjalda, lógóa, umbúða og markaðsefniss hvort sem er fyrir stafræna miðlun eða prent. Tími hvers verkefnis fer eftir unfangi, yfirferðum og lagfæringum.
Mikilvægt er að ég fái samskiptaupplýsingar við prentþjónustuna þegar hún er valin. Senda þarf allt texta- og myndefni fullunnið og yfirlesið. Breytingar eftir að verkefni hefst getur haft áhrif á verð og framvindu verkefnisins.
Ég tek tímakaup fyrir plakathönnun og aðra grafíska hönnun. Þeir sem það kjósa geta fengið senda skýrslu yfir vinnutíma.
Allir sem kaupa frá mér grafíska hönnun skrifa undir samning og fá sendan greiðslureikning í tölvupósti. Greiðsluleiðir eru samningsatriði.
Fyrir nánari upplýsingar, vinsamlegast lesið yfir skilmála.
KARAKTERTEIKNINGAR
Ég tek að mér að sérpantaðar karakterteikningar af fólki og dýrum. Karakterteikningar geta verið hluti af hugmyndavinnu fyrir stærra verkefni, til gamans eða persónuleg gjöf. Vaninn er að bjóða fólki upp á tvær yfirferðir, fyrstþegar skissuvinnan á sér stað og svo aftur þegar líða fer á verkefnið. Þær geta að sjálfsögðu orðið fleiri þegar svo á við en það getur haft áhrif á tímaskil og verð.
Karakterteikningum er skilað á stafrænu formi nema að annað verði tekið fram.
Fyrir Karakterteikningar hef ég útbúið mína eigin verðskrá.
Það er ekki nauðsinlegt að skrifa undir samning fyrir karakterteikningar og þeir sem vilja geta fengið greiðsluseðil í tölvupósti. Greiðsluleiðir eru samningsatriði.
Fyrir nánari upplýsingar, vinsamlegast lesið yfir skilmála og skoðið leiðbeiningar.
Ef þú hefur eitthvað annað í huga er þér líka velkomið að hafa samband við mig varðandi það. Sendu mér línu hér á síðunni með útfylltri umsókn eða sendu mér póst á
