top of page

S K I L M Á L A R

Þjónusta

Öll þjónusta sem í boði er er unnin af Heiðdísi Buzgò.

Allar söluvörur eru hannaðar/unnar eða framleiddar af Heiðdísi Buzgò.

Höfundaréttur

Allt myndefni á netsíðu, samfélagsmiðlum og lokuðum ferilmöppu Heiðdísar Buzgò fellur undir höfundarétt listamans og óheimilt er að endurnýta eða afrita það efni á nokkurn hátt, í heild eða að hluta til, án samráðs við listamann. Ef myndefni er deilt á samfélagsmiðlum skal virða sæmdarrétt höfundar.

 

Stjórnarráðið - Höfundaréttur

Myndstef - Höfundalög (Hugtök og skilgreiningar)

Sölustaðir

Listamaður:

Vefverslun á netsíðu listamanns

Samfélagsmiðlar

 

Aðrir söluaðilar:

Bókabúðir og forlög

Uppskera listamarkaður

Redbubble

Athugið

Listamaður ber ekki ábyrgð á sölu og viðskiptum annarra söluaðila.

Sérpantanir

Hægt er að sérpanta þjónustu eða listaverk með útfylltri umsókn á netsíðu listamanns, tölvupósti eða skilaboðum. Verðlag og verkskipulag er breytilegt eftir verkefnum. Margir kostir eru upptaldir á netsíðu listamanns undir "Sérpantanir" og þar er hægt að lesa allt það helsta um hverja þjónustu fyrir sig en ef beðið er um sérpantað verkefni er sérstaklega samið um flesta þætti sem koma verkefninu við. Mikilvægt er að útskýra verkefnið vel, viðhalda áreiðanlegum samskiptum og senda öll viðeigandi gögn í sem bestum gæðum svo sérpantanir gangi sem best fyrir sig.

 

Athugið

Fleiri breytingar en samið var um munu bera með sér aukakostnað.

Flest verkefni eru fyrirframgreidd að einhverju leiti.

Fyrir öll stærri verkefni er farið fram á undirritun samnings.

Listamaður áskilur sér rétt til að hafna beiðnum og tilboðum um sérpantanir.

Greiðslumátar

Vörur úr vefverslun á netsíðu listamans má greiða með kortafærslu eða Paypal.

Aðrar greiðslur fara fram með Paypal, Aur appinu eða millifærslu í heimabanka. Allir viðskiptavinir eiga rétt á að fá senda staðfestingu og rukkunarseðil í tölvupósti. Tekið er við flestum gjaldmiðlum en ekki er tekið við rafmyntum. Hagstæðast er að greiða í íslenskum gjaldmiðli (ISK).

Afhending

Allar söluvörur eru afhenntar með stafrænum hætti eða með heimsendingu.

Stafræn verk geta verið útprentuð, en það er samningsatriði, og ber það með sér aukinn kostnað.

Afturköllun eða breyting pöntunar

Hægt er að afturkalla eða breyta pöntun á söluvöru innan 14 daga eftir að gengið er frá kaupum. Ef varan hefur verið send út þarf að senda hana til baka í óopnuðum og upprunalegum pakkningum. Varan verður endurgreidd að fullu en ekki sendingakostnaður kaupanda. Endurgreiðsla verður millifærð eftir að varan hefur verið send og borist á leiðarenda.

Hægt er að slíta eða breyta samningi um sérpantaða þjónustu á hvaða stigi verkefnisins sem er en greiða þarf fyrir unna vinnu. Fyrirframgreiðslur verða endurgreiddar að fullu eða að hluta eftir stöðu verkefnisins og útlagðrar vinnu.

Til að afturkalla eða breyta pöntunum vinsamlegast sendið tölvupóst.

Neytendastofa - lög og reglur

Skil eða skipti

 

Allar söluvörur sem hnjaskast í sendingu eða glatast í póstkerfinu eru endurgreiddar að fullu. Hægt er að skila eða skipta öllum söluvörum án skiptimiða innan 30 daga frá afhendingu. Varan þarf enn að vera í sama ástandi og þegar kaupandi fékk hana í hendurnar og framvísa þarf greiðslukvittun. Ef gallalausri vöru er skipt eða skilað þarf kaupandi sjálfur að greiða sendingakostnað. Æskilegt er að pakka vörunni inn á sama hátt og þegar hún var send út upprunalega. Varan verður endurgreidd eða ný vara send af stað þegar skiptivaran berst til baka í sama ástandi. Ef vöru er skipt fyrir aðra ódýrari vöru verður mismunurinn endurgreiddur. Ekki er boðið upp á inneignarnótur.

Neytendastofa - lög og reglur

Endurgreiðsla

Endurgreiðslur eru gerðar með millifærslu í heimabanka eða með Paypal hvort sem við á í sama gjaldeyri og upprunnaleg greiðsla var gerð með.

Allir sem verða fyrir vonbrigðum eru hvattir til að hafa samband við listamann um leið og vandamál koma upp.

Vörur og þjónusta

Vörur og þjónusta

Útgefnar bækur

Sérstakar eftirprentanir

Allskins áprentaðar vörur

Þjónusta
Höfundarétt
Sölustaðir
Sérpantanir
Greiðslumátar
Afhending
Afturköllun
Skil
Endurgreiðsla
bottom of page