S K I L M Á L A R

Söluvörur

Allar söluvörur eru hannaðar/unnar eða framleiddar af Heiðdísi Buzgò.

Afhending

Allar söluvörur eru afhenntar með stafrænum hætti eða með heimsendingu.

Tilbúnar söluvörur

Öll tilbúin listaverk og eftirprentanir eru seld í netverslun heiddisbuzgo.is eða með skilaboðum.

Sérpantanir

Hægt er að kaupa sérpöntuð verk eða þjónustu með skilaboðum eða umsókn.

Verðlagning sérpantana er samningsatriði og ræðst það til að mynda af samningi um notkun, viðfang, efniskostnað og tímaramma.

Sérpantanir eru greiddar fyrir fram.

Endurgreiðsla

Allar vörur sem hnjaskast í sendingu eða glatast í póstkerfinu eru endurgreiddar að fullu.

Vörur sem ekki standast væntingar kaupanda geta verið endurgreiddar að hluta til og er það samningsatriði.

Ég hvet alla sem verða fyrir vonbrigðum að hafa samband til baka með skilaboðum.