

H E I Ð D Í S B U Z G Ò
Ég heiti Heiðdís Buzgò og er íslensk myndlistarkona, myndlísir, teiknari og grafískur hönnuður.
Frásögn í myndum hefur alltaf heillað mig og ég hef fundið leið til að sameina ástríðu mína fyrir sögum og ævintýrum við nútímalega nálgun á hönnun og myndsköpun. Í verkum mínum leita ég jafnvægis milli hefðar og nýsköpunar, milli fortíðar og framtíðar, þar sem myndirnar sjálfar verða brú sem bjóða áhorfandanum inn í sögur sem eru bæði mínar eigin og opnar fyrir túlkun annarra.
Nám mitt hófst í Myndlistaskólanum í Reykjavík, þar sem ég lauk fornámi árið 2017. Síðar flutti ég til Akureyrar og útskrifaðist þaðan árið 2023 sem grafískur hönnuður með diplómu og starfsréttindi.
Nú bý ég í Valencia á Spáni þar sem ég hef lokið meistaranámi í hugmyndateikningu (2D Concept Illustration) við Universal Arts School. Þar hef ég dýpkað skilning minn á því hvernig hægt er að þróa persónur, umhverfi og heilu heima sem lifna við fyrir augum fólks og hentar það hvaða söguframsetningu sem er í víðu listasviði.
Á undanförnum árum hef ég tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum. Ég hef myndskreytt bækur og hannað leikskrár, plötuumslög, plaköt og grafískt efni fyrir ýmsa viðburði, þar á meðal bæjarhátíðir Akureyrarbæjar.
Mér finnst alltaf jafn spennandi að takast á við nýjar áskoranir þar sem ég get nýtt bæði sköpunarkraft og tæknilega færni til að styðja við söguna eða skilaboðin sem á að miðla.
Oft segir ein mynd meira en þúsun orð. Hún er leið til að túlka sögu, skapa stemningu og opna dyr að nýjum heimum. Ég hef alltaf dregist að þjóðsögum og ævintýrum, ekki bara vegna þess að þær eru fallegar sögur, heldur vegna þess að þær búa yfir djúpum táknrænum krafti sem heldur áfram að tala til okkar í dag. Með myndum mínum reyni ég að fanga þann kraft og færa hann inn í nútímann og brúa þannig bil fyrri kynslóða til okkar.
LISTNÁM
Myndlistaskólinn í Reykjavík
Myndlistaskólinn á Akureyri
Univercal Arts School
Fornám
Diplóma/Starfsleyfi
Meistaranám
2016-2017
2020-2023
2023-2025
Sjónlist
Grafísk hönnun
Concept Art
LISTASÝNINGAR
Útskriftarsýning Myndlistaskólans í Reykjavík
Sýning nemenda í teikningu í Myndlistaskólanum á Akureyri
Lokasýning nemenda Myndlistaskólans á Akureyri
Lokasýning nemenda Myndlistaskólans á Akureyri
JL húsið
Mjólkurbúðin
Ketilhús
Ketilhús
2017
2021
2021
2022
ÚTGEFIÐ EFNI
Hráskinna
Lína Langsokkur
Blúndur og Blásýra
#13
Sagan um Ekkert
Smán
Ognartak
Leikskrá og markaðsefni
Leikskrá og markaðsefni
Leikskrá og markaðsefni
Plötualbúm
Bók
Leikskrá
Borðspil
Forsíða og plakat
Ljósmyndir, teikningar og umbrot
Ljósmyndir, teikningar og umbrot
Myndskreytingar
Myndskreytingar
Teikningar og umbrot
Litun myndskreytinga
Rúnar Guðbrandsson/Ármann Guðmundsson
Gunnar Björn Guðmundsson/Astrid Lindgren
Vala Fannel/Joseph Kesselring
Listamaður: Siggi Litli (Sigurður Óskar Baldursson)
Höfundur: Aðalsteinn Stefánsson
Sindri Swan/Sigga Lára Sigurjónsdóttir
Höfundur: Hallur Oskar Olsen
Útgáfa: Hugleikur
Útgáfa: Freyvangsleikhúsið
Útgáfa: Freyvangsleikhúsið
Útgáfa: Siggi Litli
Útgáfa: Óðinsauga
Útgáfa: Freyvangsleikhúsið
Útgáfa: Ognartak
2018
2018
2019
2019
2019
2021
2022

UMFJÖLLUN
Kaffibollar Heiðdísar "Þeir fá fólk til að brosa"
25 photos of insane latte art (PHOTOS)
Bara spara
Listamaður mánaðarins (desember)
Listaverk í bolla/The Face in The Cup
Sækir innblástur í þjóðsögur og ævintýri
Fréttanetið
HD News
DV.is
Hús og híbýli
Reykjavik Kaffi Guide/Local Brew Guide
Mannlíf
Viðtal
Mynd
Myndasería
Myndir og viðtal
Myndir og viðtal
Viðtal
2017
2017
2018
2019
2020
2020
