H E I Ð D Í S B U Z G Ò
Ég heiti Heiðdís Buzgò og er teiknari og grafískur hönnuður frá Íslandi, búsett á Spáni.
Ég útskrifaðirs með fornámspróf úr Myndlistaskólanum í Reykjavík árið 2017 og með diplómu og starfsréttindi sem grafískur hönnuður í Myndlistaskólanum á Akureyri 2023. En núna er ég að taka mastersgráðu í hugmyndateikningu (2D concept illustration) í Universal Arts School í Valencia á Spáni.
Eins og oft gerist þá kom áhugi minn á mynslist fljótt í ljós þegar ég var lítil þar sem ég gat setið og teiknað tímunum saman. Það sem hafði mest áhrif á listsköpun mína þegar ég var yngri voru teiknimyndir og myndabækur þar sem ég gat upplifað allt það sem raunveruleikinn gat ekki skapað.
Þegar ég var yngri átti ég mjög erfitt með lestur en samt sem áður sóttist ég í sögur og frásagnir og þá helst þær sem ekki gerðust í raunheimum og maður gat skroppið frá hversdagsleikanum og týnt sér einhverstaðar annarsstaðar. Heimur skáldsagnanna var besti staðurinn til að vera á þar sem allt gat skeð og tíminn týndist.
Þetta líklega leiddi til þess að ég sótti í efni sem kom skilaboðum og sögum vel áleiðis án þess að þurfa endilega að nota svo mikið ritaðan texta. Frásagnir í myndum. Ég held í dag enn mikið upp á frásagnir í myndum í afþregingarheimi sem fer sístækkandi (Bækur, kvikmyndir, teiknimyndir, myndasögur, tölvuleikir o.fl.) og ég held að gott myndlæsi sé jafn hollt fyrir okkur ein og gott bóklæsi. Þetta kemur allt frá sömu uppsprettunni.
Ég rúi því að öll frásagnahefð sé mjög rótgróin í okkur öllum, hún gerir okkur mennsk og með henni getum við útskýrt fyrir okkur heiminn og okkur sjálf. Við notum frásagnir í nánast öllu sem við njótum og gerum og endurspegla allar okkar víddir og möguleika.
Margir segja að augun séu mikilvægasta skinfærið okkar og ég trúi að öllum frásögnum meigi lyfta upp á hærra plan með góðri myndrænni túlkun og þannig ná til fleira fólks. Ein mynd meira en þúsund orð. Góð myndræn túlkun getur gert bragðlausar upplýsingar að stórkostlegu ævintýri með því að segja það sem orðin okkar aldrei gætu og ná mannlegri tenginu við annað fólk.
Vegferð listamannsins er löng og margslungin. Það má alltaf skapa meira og gera betur og læra eitthvað nýtt. Listsköpun snýst aldrei um leiðarendann heldur um vegferðina sjálfa, að njóta augnabliksins, vaxa og þroskast alla ævi og deila því öllu með öðrum í kring um sig.
Ég er þakklát fyrir þann tilgang að fá að gera heiminn fjölbreyttari og áhugaverðari, að fá að skapa og miðla og stækka veröldina.
LISTNÁM
Myndlistaskólinn í Reykjavík - Fornám
Myndlistaskólinn á Akureyri - Grafísk hönnun
2016-2017
2020-2023
LISTASÝNINGAR
Útskriftarsýning Myndlistaskólans í Reykjavík
Sýning nemenda í teikningu í Myndlistaskólanum á Akureyri
Lokasýning nemenda Myndlistaskólans á Akureyri
Lokasýning nemenda Myndlistaskólans á Akureyri
JL húsið
Mjólkurbúðin
Ketilhús
Ketilhús
2017
2021
2021
2022
ÚTGEFIÐ EFNI
Hráskinna
Lína Langsokkur
Blúndur og Blásýra
#13
Sagan um Ekkert
Smán
Ognartak
Leikskrá og markaðsefni
Leikskrá og markaðsefni
Leikskrá og markaðsefni
Plötualbúm
Bók
Leikskrá
Borðspil
Forsíða og plakat
Ljósmyndir, teikningar og umbrot
Ljósmyndir, teikningar og umbrot
Myndskreytingar
Myndskreytingar
Teikningar og umbrot
Litun myndskreytinga
Rúnar Guðbrandsson/Ármann Guðmundsson
Gunnar Björn Guðmundsson/Astrid Lindgren
Vala Fannel/Joseph Kesselring
Listamaður: Siggi Litli (Sigurður Óskar Baldursson)
Höfundur: Aðalsteinn Stefánsson
Sindri Swan/Sigga Lára Sigurjónsdóttir
Höfundur: Hallur Oskar Olsen
Útgáfa: Hugleikur
Útgáfa: Freyvangsleikhúsið
Útgáfa: Freyvangsleikhúsið
Útgáfa: Siggi Litli
Útgáfa: Óðinsauga
Útgáfa: Freyvangsleikhúsið
Útgáfa: Ognartak
2018
2018
2019
2019
2019
2021
2022
UMFJÖLLUN
Kaffibollar Heiðdísar "Þeir fá fólk til að brosa"
25 photos of insane latte art (PHOTOS)
Bara spara
Listamaður mánaðarins (desember)
Listaverk í bolla/The Face in The Cup
Sækir innblástur í þjóðsögur og ævintýri
Fréttanetið
HD News
DV.is
Hús og híbýli
Reykjavik Kaffi Guide/Local Brew Guide
Mannlíf
Viðtal
Mynd
Myndasería
Myndir og viðtal
Myndir og viðtal
Viðtal
2017
2017
2018
2019
2020
2020