top of page
plakat14.png
Asset 3-8.png

blindu vefararnir

sagan um blindu vefarana varð upphaflega til fyrir bráðum áratug síðan. upphaflega var hún hugsuð sem leikverk en þar sem teygðist á henni kom fljótt í ljós að sú ætlun var ekki raunhæf. Eftir það fór hugmyndin upp og niður úr skuffu nokkrum sinnum.

   Upp úr árinu 2020 vaknaði hugmyndin að kannski væri skemmtilegt að veita sögunni líf með myndasögu. Ég hafði ágætis hugmynd um hvernig útlitið væri allt í sögunni því ég hafði samhliða skrifunum fært hugmyndir mínar niður með teikningum.

   Eftir þónokkra yfirferð og einföldun á upprunalega handritinu lét ég svo vaða um áramótin 2021-2022 og byrjaði að teikna niður skýrari hugmyndir um hvernig ég vildi koma sögunni frá mér í myndum. Sumarið 2022 fór ég að setja upp kaflana og einn af öðrum spruttu þeir fram.

   Ég vann að þessu verkefni með vinnu og skóla en í upphafi voru markmið mín með þessu mjög óskýr fyrir mér. Ég vildi bara koma þessu verkefni niður. Ég veit enn ekki hvar þetta verkefni endar fyrir rest enda er það mjög vinnu og tímafrekt. Kannski er áhugavert að minnast á að hver blaðsíða bókarinnar tekur mig um 9-16 klst. að fullgera.

 

17953891109170964.webp

Vinnuferlið - blaðsíður

Hér má sjá vinnuferlið sem blaðsíðurnar ganga í gegn um frá upphafi til enda.

 

þömbneil.jpg

fyrsta skrefið er að teikna upp alla rammana í kaflanum svo þeir passi á blaðsíðurnar. þá reyni ég að sjá fyrir mér hvernig myndbyggingin og textinn geta unnið saman.

rammauppröðun

01031111.jpg

það fyrsta sem ég geri á vinnuskjölunum í tölvunni er að setja upp rammana og teikna upp skissurnar sem eru ögn vandaðri en á fyrsta uppkastinu.

skissur og rammar

0103111.jpg

þar næst vinn ég í útlínunum. ég vinn þær í grunninn í svörtu á hvítan bakgrunn þótt liturinn á þeim flestum breytist síðar. eftir þetta skref er mjög erfitt að gera fleiri breytingar.

Útlínur

010311.jpg

þegar ég legg niður alla flötu litina á blaðsíðunni fara þeir undir línurnar því þeir þurfa allir að liggja vel saman, auð svæði í skjaldinu geta verið með stæla og komið illa út á prenti.

flatir litir

01031.jpg

á þessu síðasta stigi teikningarinnar bætast við ljós og skuggar, litbrigði persóna og hluta, litamunur í fjarvíddinni oglitir á línum og táknum.

Litbrigði

010.jpg

að lokum set ég inn textann sem ég ákvað í upphafi, en stundum máta ég hann til í gegn um ferlið. textinn situr í talblöðrum eða römmum sem er raðað inn líka.

texti

Þegar allar blaðsíðurnar eru tilbúnar set ég þær upp í annað forrit til að raða öllu upp í bókarform og þá bætast við blaðsíðunúmerin.

Litir

ég vinn með þrjú mismunandi tímabil í sögunni og ákvað þess vegna að vinna með þrjár mismunandi litapalletur til að aðgreina þessi tímabil hvert fyrir sig.

litirú.jpg
PALúl.png

-rauntími-

í tímalínu rauntíma sögunnar eru litirnir ekki takmarkaðir við þröngt litróf og þar eru langflestir litir.

litirj.jpg
PALjóm.png

-fortíð jómars-

þeir kaflar sem innihalda augnablik úr fortíð jómars eru eingöngu litaðir með fjórum litum, rauðum og bláum.

litirb.jpg
PALben.png

-fortíð benónís-

þeir kaflar sem innihalda augnablik úr fortíð benónís eru líka takmarkaðir við fjóra liti, en hans litir eru svolítið glæstari.

letur

Allt letur sem notað er í bókinni og hér á vefsvæðinu bjó ég til frá grunni svo tæknilega er allur texti handskrifaður. Ég notast við tvö mismunandi letur, annað nota ég mest í samskipti persónanna en hinn textinn er notaður fyrir sögulýsingu og ritaðan texta.

Talletur

skrifletur

blindu

vefararnir

Asset 11.png
bottom of page