top of page

Barnamenningarhátíð 2022

Núna í vor var aftur haft samband við mig frá Atvinnu-, markaðs- og menningarmálateymi Akureyrarbæjar varðandi grafíska hönnun á markaðsefninu fyrir Barnamenningarhátíð 2022.


Ég leit á hvað var notað árið áður og ákvað að nota enn bláa litinn úr lógóinu og halda enn í randamunstrið en þó með svolítið öðru sniði. Hugmyndin er að auglýsingarnar minni svolítið á sælgæti og teiknimyndir, með bjarta liti sem minna svolítið á ávexti og svartar, öruggar línur allt í kring.Haldnir voru allskyns skemmtilegir viðburðir út um allan Akureyrarbæ fyrir börn, unglinga og fjölskyldur út apríl. En það er mjög krefjandi og skemmtilegt að sjóða saman svona fjölbreytt markaðsefni úr svo mörgum áttum og gæta þess að allt haldist í hendur.


Þetta verkefni gekk vel enda keimlíkt fyrirkomulag á þessari vinnu eins og Listasumars-vinnunni síðasta sumar. Allt gekk nokkuð hratt fyrir sig og vandamálalaust samhliða annarri vinnu og skóla.

コメント


bottom of page