top of page

Átjándi áfanginn - Brand/Markaðsímynd

Þessi áfangi snérist um að búa til “brand guide” eða leiðbeiningar um markaðsímynd.


Við áttum að velja svæði til að vinna með en það skipti ekki máli hvort það væri raunveruleg staðsetning eða eitthvað skáldað upp. Ég ákvað að fara í einhverja uppskáldaða vitleysu, og valdi að vinna með sjálft Helvíti. Ég hélt það yrði mögulega skemmtilegra að vinna með þema þar sem enginn annar væri búinn að mynda nokkurs konar ramma fyrir mann fyrir, en þegar ég fór að leita að innblæstri og efni fyrir þetta viðfangsefni komst ég að því hversu mikið og misjafnt efni er til. Ég þurfti sjálf að velja og hafna hvaða sögur ég vildi vinna með og skapa einhverskonar regluramma í kring um það. En ég vil samt benda á að efnið sem ég valdi að nota passar ekki endilega allt vel saman og kemur ekki alltaf úr sömu uppsprettunni.



Þótt umfjöllun um Helvíti geti auðvitað verið hádramatísk ákvað ég að halda þessu nokkuð léttu og kjánalegu. Ég ákvað að binda mig hvað mest við móttökuna í helvíti og ákvað að hanna þar allt eins og verið væri að taka á móti gestum með einhvers konar þjónustu.

Til að mynda hannaði ég lógóið eins og þetta gæti allt eins verið temmilega púkó hótel fyrir eldri borgara á kanarí. Ef við breyttum litunum gæti það alveg virkað. Form og liti úr lógóinu notaði ég svo mikið í alla aðra hönnun sem kom þessu við.

Fyrst langaði mig mikið að byggja myndefnið upp af teikningum úr gömlum kristilegum handritum frá miðöldum, og eins og þær teikningar eru allar findnar og hallærislegar pössuðu þær ekki alveg við það sem ég hafði sett upp.

Í staðinn fann ég nokkuð hlutlausar, myrkar myndir úr ókeypis ljósmyndabönkum og notaði þær til að skapa stemningu, frekar en að þær væru nokkuð of lýsandi fyrir þemað.


Mér fannst best að byrja á að byrja á að nýta efnið sem ég hafði gert í eitthvað markaðsefni áður en ég negldi niður allar reglurnar og lögmálin varðandi markaðsýmindina (brandið). Sumt þarf maður að finna út úr í höndunum áður en maður tekur endanlega ákvörðun um notkun texta og mynda og alls annars sem kemur þessu við. Til að átta mig betur á efninu sem ég hafði og hvernig það virkaði sem best allt saman bjó ég til netsíðu, instagram síðu, skilti og nafnspjald. Auðvitað er allt þetta efni falskt og er hvergi til í alvörunni.


Svo er hér að lokum kynningin sem ég bjó til sem er hin eiginlega “brand guide” sem áfanginn snerist um þar sem ég hef sett upp lauslega útskýringar á notkunarreglum og hönnunarlögmálum markaðsefninsins.



bottom of page