top of page

Áttundi áfanginn - Lokaverkefni

Í síðasta áfanga skólaársins unnum við lokaverkefnið.


Þetta var áfangi þar sem enri nýrri kunnáttu er bætt við heldur vinnum við með allt það sem við lærðum núna í ár í þessu verkefni.


Í ár var þemað drykkjarumbúðir. Við áttum að hanna ímyndað fyrirtæki með ímyndaða drykkjarvöru. Við hönnuðum nafn og lógó fyrir vöruna (og fyrirtækið), allar umbúðir fyrir vöruna og að lokum auglýsingaplakat fyrir vöruna.




Ég valdi að hanna efni fyrir alíslenska, náttúrulega og sykurlausa berjadrykki. Allir drykkirnir innihalda einnig aðrar íslenskar jurtir og seyði á einhvern hátt. Markhópur vörunnar voru aðallega börn, og jafn vel mjög lítil börn.


Ímyndaða fyrirtækið er morgunverðarframleiðandinn Tumi og berjasafarnir fengu nafnið Mói.


Ég hannaði 3 drykkir fyrir þessa vörulínu:


 

Mói - Sólber

Sólber

Kattartunga

Blóðberg

Túnsúra

Rauðrófa


 

Mói - Bláber

Bláber

Kvönn

Fjallagras

Birki

Lambagras

 

Mói - Ripsber

Ripsber

Selgresi

Baldursbrá

Lúpína

Gleim-mér-ei

 


Að lokum var lokaverkið sett upp til sýnis á Listasafninu á Akureyri á svölunum í Ketilhúsinu. Þar sýndum við grafíska deildin lokaverkefnin og önnur vel valin verkefni frá árinu, og fagurlistadeildin sýndi lokaverkefni sitt sem var frjáls málverkasería.



Nú hef ég lokið fyrsta ári á listhönnunardeild (grafískri hönnun) í Myndlistaskólanum á Akureyri. Ég lærði heilmikið síðustu mánuði og lauk árinu með stórgóðar einkunnir.


Nú kemur sumarfrí og svo byrjar ballið aftur næsta haust.



bottom of page