top of page

Tuttugasti og þriðji áfanginn - Umsóknarferli

Í þessum einnar viku áfanga fórum við í gegn um ferlið að búa til skýra og vel uppsetta ferilskrá og kynningarbréf til að sækja um starf eða nám.


Við fengum mjög góðar leiðbeiningar hvernig best væri að setja upp svona textaskjal þar sem fram þarf að koma fyrri reynsla, störf, nám og góð lýsing á manni sjálfum sem lærðum og góðum grafískum hönnuði.



Mikilvægt er að tala um kosti sína og hæfileika af hreinskilni og ekki draga úr eigin getu, þótt það geti verið svolítið kjánalegt að hrósa sjálfum sér og sannfæra lesendan um ágæti sitt. Þá er gott að hafa góða samnemendur og kennara sem geta bent á kosti sem maður býr yfir sem maður lítur ekki á sjálfur.


Mjög mikilvægt er að setja skjalið fallega upp á skipulagðan og auðlesinn hátt og mikilvægt að hafa góða og skýra andlitsmynd. Sumir eru ekki hlynntir andlitsmyndum á svona umsóknum en almennt er það nokkuð vel séð, það gerir fólki auðveldara að tengja umsóknina við manneskju og ef og þegar maður er kallaður í viðtal myndast fyrr betri tenging milli aðila. Flestir eiga auðveldara að tengja umsóknina við andlit en nafn.


Auðvitað er það leiðinlegt þegar fólk ræður fólk í vinnu út frá útliti og auðvitað á það ekki að gera, en útlit hefur áhrif á suma. Mikilvægt er að vera bara snyrtilegur og brosandi og maður sjálfur.


Þessi umsókn verður notuð við einhverjar umsóknir strax núna í vor eða sumar. Ég setti mína ferilskrá og umsóknarbréf bæði upp á íslensku og ensku.


bottom of page