top of page

Sagan um Ekkert - Myndskreytingar


Nú í sumar barst inn á borð til mín alveg svakalegt verkefni. Eiginlega draumaverkefni.



Aðalsteinn hafði samband við mig og bað mig um að myndskreyta bók sem hann hafði skrifað. Ég þurfti að safna smá kjarki áður en ég tók verkefninu og ég sé ekki eftir neinu.

Þetta hefur verið eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið að mér. Pressan er ögn öðruvísi þarna en í öðrum verkefnum sem ég hef unnið.

Það var smá stökk fyrir mig að vinna svona stærra verkefni með fólki sem ég þá þekkti ekki. En það kom svo skemmtilega á óvart hvað öll samskipti voru hnitmiðuð og þægileg og allt gekk svo smurt fyrir sig.



Bókin er komin út fyrir jólin og ég mætti í fyrsta sinn á bókamessu sem tengdist því.

Nú er ég komin með mjög kærkomna reynslu og ég er mjög þakklát fyrir að hafa kynnst þessum bransa.

Þetta er allt svo skemmtilegt og gefandi og mig dauðlangar í fleiri svona verkefni.


 




Sagan um Ekkert

Rithöfundur er Aðalsteinn Stefánsson. Myndskreytingar gerði Heiðdís Buzgò (Ég). Útgefandi er Óðinsauga.



Sagan um ekkert er léttlestrarbók fyrir krakka á aldrinum ca. 8-11 ára. Stórt letur, þægilegt línubil og myndskreytingar inn í bókinni.

Bókin fjallar um strákinn Ekkert sem býr í þorpi út á landi. Þetta eru nokkrar grallarasöngur og sögunni er skipt í nokkra þægilega kafla.

Í bókinni má finna 27 bjartar blekteikningar.


 


Ég er með nokkur eintök af bókinni til sölu. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við mig.

Comments


bottom of page