top of page

PORTFOLIO

Þá er þetta loksins orðið að raunveruleika. Eftir tveggja ára vinnu og verkefni er ég loksins búin að sjóða saman 74 bls. umsóknarmöppu. Mig dauðlangar að prenta hana út, og kannski geri ég það, svo ég fái virkilega tilfinningu fyrir því hversu mikið þetta er.



Mappan inniheldur helling af texta. M.a. markaðspælingar, innblástur, hugsanaferli, útskýringar, sögur, karakterlýsingar, framtíðarsýn.


Í möppunni er líka að finna tvær myndasögur, karaktersköpun, módelteikningu, umhverfishönnun, props-hönnun, sérverkefni, grafík, myndskreytingar, skissur, ljósmyndir og fleira.



Ég er að sækja um BA nám í Graphic storytelling (Myndræn frásagnamiðlun) í The Animation Workshop, háskóla sem staðsettur er í Viborg Danmörku. Þetta er sérhæft nám sem gagnast þó á mjög víðum markaði, allt frá auglýsingagerð upp í tölvuleikjahönnun. Allar sögur sem þurfa að bera einhverja sjónræna þætti.


Síðast þegar tekið var inn á þessa braut (2017) sótti ég líka um.

Þá var sniðið á umsóknarmöppunni töluvert annað og ögn einfaldara, en ég skil vel að þeir hafi hert aðeins kröfurnar síðan síðast.


Árið 2017 voru um 350 manns sem sóttu um þessa braut, 35 komust í inntökuprófið (allir sem voru að sækja um í annað skiptið) og þaðan voru svo 25 valdir sem fengu inngöngu. Af 350 manns komust 25 inn árið 2017 og ég býst ekki við að aðsóknin verði neitt minni nú í ár.





Síðast var ég í topp 100 manna hópnum, svo ég vona að ég hafi einhvern séns í þetta skiptið.

Burtséð frá því hvort ég fæ inngöngu í skólann eða ekki þá er ég ótrúlega sátt með umsóknarmöppuna svo ekki sé minnst á öll þau verkefni sem hafa biggt hana upp.



Ég tók eftir því þegar ég var að púsla möppunni saman að ég átti ekki margar verðugar skissur í skissubókunum mínum. Svo þegar ég leit um öxl sást að ég hafði í nógu að snúast með önnur listverkefni til að geta sest niður í leiðindum og krassað eitthvað í bók. Ég er mjög ánægð með hversu iðin ég var og hverju það skilaði mér.



Hvernig sem fer hef ég komist ótrúlega langt á þessum tvem árum. Þessa reynslu fá peningar ekki keypt og ég myndi ekki vilja skipta henni út fyrir nokkuð annað.

Hlakka til að geta sýnt aðeins úr möppunni seinna meir en fyrst ætla ég að leifa dómnefndinni að glugga í hana.


Ég var í nokkurra vikna keyrslu til að ná að klára allt fyrir settan tíma og hafði ákveðið að verðlauna mig rækilega eftir allt þetta púl og það gerði ég sko. Við skruppum og keyptum heilar þrjár nýjar plöntur fyrir íbúðina. Eitthvað sem mig hafði langað lengi og nú leifði ég mér það sko. Alveg yndislegt.




Þúsund þakkir fyrir allan stuðninginn.

Comments