top of page

Listasumar 2021

Ég var mjög heppin núna síðasta sumar og fékk að vinna að nokkuð stóru verkefni sem spannaði allt sumarið.


Þá var ég fengin til að hanna grafíkina fyrir nokkra viðburði á vegum Akureyrarbæjar. Listasumar, Akureyrarvöku, Afmæli Akureyrarbæjar og Sumartónleika í Akureyrarkirknu.


Vegna heimsfaraldursins datt Akureyrarvakan því miður út en allt annað gekk eftir.




Ég leit yfir það efni sem áður hefur verið hannað fyrir þessa viðburði og auðvitað langaði mann að gera eitthvað nýtt og allt annað og frumlegt. Ég ákvað að fara af stað með svolítið mýkri liti og form en gert hefur verið síðustu ár og ég held að þetta hafi allt lukkast ágætlega.


Þetta var frábær viðbót í reynslubankann að vinna að svona stóru verkefni sem gekk yfir svona langan tíma. Ég gat meðal annars sannað það fyrir sjálfri mér að ég hafi getuna til að taka svona verkefni með mér og verið örlítið svegjanlegri í vinnubrögðum með þau.




Þrátt fyrir allar hamlanir og heilbrigðisvá, skyndilegar breytingar og ferðalög vítt og breitt um landið hafðist þetta allt eins og ætlast var til. Það kostar ef til vill gott skipulag og vinnuaga, einhverjar vökustundir og jafn vel frumstæða vinnuaðstöðu í aftursæti bíls að ætla að taka þessa vinnu með sér hvert sem er og hvenær sem er. En það er alveg hægt.


Þetta var voðalega skemmtilegt verkefni og ég vil þakka þeim sem buðu mér þetta tækifæri og leiðbeindu mér í gegn um þetta allt. Ég myndi klárlega gera þetta aftur.


bottom of page