top of page

Listasumar 2022

Aftur núna í ár fékk ég að vinna að grafísku hönnuninni fyrir Listasumar 2022, listahátíð á Akureyri.


Þá var ég fengin til að hanna grafíkina fyrir nokkra viðburði á vegum Akureyrarbæjar. Listasumar, Akureyrarvöku og Sumartónleika í Akureyrarkirknu.


Nú í ár gekk allt upp og allir viðburðir voru haldnir þar sem heimsfaralurinn hafði engin völd lengur.



Í ár hélt ég í örlitla tilvitnun í Listasumar síðasta árs en aðal þemað var "Himininn". Litirnir og litaflæðið byggði svolítið á litum himinsins, sérstaklega yfir sumarmánuðina, og skrautið sem ég notaði byggði einnig á himninum, svífandi fræ biðukollunnar og sápukúlur. En til að halda þessu svolítið áhugaverðu áhvað ég að setja líka svolitla kornáferð (grain) í bakgrunninn.


Þetta var enn meiri viðbót í reynslubankann að vinna að svona stóru verkefni aftur þar sem ég get byggt ofan á fyrrir reynslu og allt gengur betur en í fyrra. Nú vissi ég nokkurn veginn nákvæmlega hvað ég var að fara út í og gat lært af hnökrum síðasta árs varðandi vinnuskipulag og -flæði.




Ég er afskaplega glöð og þakklát að hafa fengið öll þessi tækifæri til að vinna að svona stórum verkefnum sem bæta getu mína og öryggi sem grafískur hönnuður. Þetta er frábær skóli ofan á það nám sem ég stunda líka og ég hef grætt alveg helling á þessu öllu.


Mér finnst gott að vinna svona verkefni þar sem vinnutíminn er svolítið sveigjanlegur og þar sem aðrir sem vinna samhliða mér hafa líka sinn svegjanlega vinnutíma, þar sem allir stilla sig saman og með góðri samvinnu næst frábær útkoma.


Mjög skemmtilegt.

Takk.


bottom of page