Inktober 2019
Inktober er árleg áskorun sem gengur á netinu í október. Upphaflega stofnað af Jake Parker árið 2009.
Á hverju ári er gefinn út listi með tilfallandi þema fyrir alla 31 dagana. Það er ekki nauðsynlegt að filgja þessum lista en hann getur hjálpað til með hugmyndaflæði alla þessa daga.
Ég hef reynt það í nokkur ár að gera eins mörg blekverk eins og ég get í þessum mánuði en það er ekki fyrr en fyrst nú sem mér tókst að búa til nýja mynd fyrir alla dagana.
Þetta er líka í fyrsta skipti sem ég filgi listanum sem er gefinn út.
Ég er svo sátt við árangurinn að ég ákvað að deila öllum myndunum saman.
Sumir dagar voru erfiðari en aðrir. Sérstaklega hvað tíma varðar. Myndirnar eru því misjafnar en ég er nokkuð ánægð með langflestar þeirra.
Þær myndir sem mér finnst síðri voru samt mjög skemtilegar í vinnslu. Besta dæmið um það er líklega myndin fyrir 10. október - Munstur (Pattern). Ég hefði mátt vanta mig aðeins betur en það skemtilega við myndina var að ég gerði hana með kartöflustimpli. Ég held ég hafi ekki gert kartöflustimpla frá því í grunnskóla. Það var mjög gaman.
Ég reyndi að koma smá "atburðarás" inn í myndirnar eins og eitthvað sé að gerast á þeim. Eins og hver mynd sé tekin upp úr einhverskonar sögu.
Eitt það besta við að vinna svona stíft með einn miðil eða efni í lengri tíma eru framfarirnar. Maður fann það ekki strax en mjög fljótlega fór maður að vinna hraðar og skipuleggja vinnuna á praktískari hátt. Maður vennst því líka mjög fljótt að vinna eftir einhverju þema sem maður velur ekki sjálfur. Það getur verið svolítið krefjandi en svo lengi sem maður ofhugsar hlutina ekki verður maður líka vanari því,
Ég er ekki viss um að ég taki þátt í þessu aftur á næsta ári, en hver veit? Í ár leið mér á tímabili eins og ég hefði ekki tíma í þetta en svo kíldi maður bara á þetta, eina mynd í einu.
-En við sjáum til.
Mæli mikið með þessu fyrir hvern þann sem vill koma sér af stað, vinna eftir plani eða æfa sig vel með blek.
Þetta er mjög skemtilegt, krefjandi og árangursríkt.
Hægt er að sjá allar myndirnar frá mér hér.
Comments