top of page

Fimmti áfanginn - Hreyfigrafík

Nú er skólinn kominn á fullt skrið aftur eftir jól og fyrsta áfanganum eftir áramót er lokið.


Þessi fyrsti áfangi fór yfir marga hluti. Rannsóknarvinnu, “design thinking”, “branding”, og hreyfigrafík.
Við fengum það rannsóknarverkefni að kinna okkur vel iðnaðarhamp og hönnunar og möguleikana á vöruframleiðslu hér á landi. Margir tengja þessa plöntu kannski helst við ólögleg efni hér á landi, en möguleikarnir með plöntuna sjálfa eru mjög miklir þegar kemur að vöruþróun. Úr hampi má búa til nánast hvað sem er, allt frá pappír upp í heilu húsin, auk þess sem plantan hefur í aldanna rás mikið verið notuð í vefnaði og er mjög góður staðgengill plasts í dag.


Við kinntum okkur “design thinking” til að vinna rannsóknina. Það er ákveðin vinnuaðferð sem er mikið notuð í dag almennt í hönnun og á markaði.


Design thinking er fimm skrefa hönnunarverkferli til að finna góðar hugmyndir til að leysa vandamál hjá hópi fólks.


  1. Setja sig í spor fólks til að skilja vandamál þeirra sem þarf að leysa.

  2. Skilgreina vandamálið.

  3. Hugmyndavinna. Koma með margar hugmyndir.

  4. Velja hugmynd til að vinna eftir.

  5. Vöruprufur.


Oft þarf að vinna fram og aftur í þessu kerfi. Ef eitthvað virkar ekki þarf að taka eitt skref til baka og prófa eitthvað annað.


Þessi aðferð er notuð víða í dag og kennd í nánast öllum list- og hönnunarskólum.


“Design thinking” hjálpaði mikið til þegar við höfðum valið okkur hampvöru til að fjalla um og fórum að “branda” hugmyndina.


Hampvaran sem ég tók fyrir var hampsteypa sem er léttari, ódýrari og vistvænni en venjulega steinsteypan sem við notum mest í dag. Hún væri mjög góður kostur sérstaklega ef hægt væri að rækta hamp í meira magni hér á landi fyrir íslenskan iðnað.


Þá var komið að “brandinu”.


Ég ákvað að skálda upp fyrirtæki sem sérhæfði sig í að selja hampsteypu. Hönnunin þurfti að höfða til rétts markhópar þannig að það var ekkert vit í að innliða kannabislaufið í markaðssetninguna þar sem ég hafði ætlað mér að selja hampsteypuna aðallega til fólks sem vildi byggja sér sitt eigið hús. Þá sé ég helst fyrir mér fullorðið fólk (40+) sem vill byggja sér sinn eigin sumarbústað með eigin handafli.


Þar sem ég vildi frekar selja til einstaklinga til skemmtunar og yndis, en ekki til alvarlegra fyrirtækja vildi ég hafa markaðssetninguna svolítið glaðlega og létta.


Logoið samanstendur af texta (nafni fyrirtækisins) og þjöppunarhamarsins sem notaður er til að þjappa hampsteypunni við byggingu.
Nafn fyrirtækisins, Norðri, kemur úr norrænni goðafræði. Fátt er púkalegra og lausara við alvarleikann en eitt gott lukkudýr. Þá hannaði ég lukkudýrið Norðra fyrir fyrirtækið til að gera allt mikið glaðlegra.

Við lærðum á nýtt forrit úr Adobe til að vinna hreyfigrafík, Adobe After Effects.


Fyrst gerðum við verkefni þar sem hreifingin var mjög settleg og unnin með sjónarhorni/sýndarveruleika myndavélar og hér er útkoman úr því.Hægt er að gera mikið meira í þessu forriti þótt það sé ekki sérstaklega hannað fyrir teiknimyndagerð og ég ákvað að taka verkefnið aðeins lengra og búa til stutta auglýsingu fyrir hampsteypufyrirtækið Norðra. Ég vildi hafa auglýsinguna í sama þema og “brandið” sem ég gaf því verkefni, nett hallærislegt og glaðlegt. Hér má svo sjá útkomuna úr því.


Það er afskaplega gott að vera mættur aftur í skólann í stað þess að stunda námið að heiman í gegn um einhver samskiptaforrit og -síður.


Mér finnst við hafa komist mjög langt í náminu síðustu fjórar vikur og getað tekið mikið efni fyrir. Ég lærði fullt af einhverju nýju sem ég hafði áður ekki farið út í að neinu viti.


Comments